Námskeið fyrir verðandi túlka
Á námskeiðum TMÍ leggjum við mikla áherslu á virka tjáningu til að meta íslenskukunnáttu verðandi túlka. Við notum ekki próf þar sem okkur finnst að þekking tungumálsins felist ekki eingöngu í því að kunna að svara spurningum eða tala málfræðilega rétt heldur í því að geta tjáð sig og farið fullkomlega eftir siða- og vinnureglum túlka. Á námskeiðunum leggjum við fram ýmis verkefni og fylgjumst með orðaforða og hæfni hvers og eins. Áður en verðandi túlki er boðið að sækja námskeið hjá Túlka- og þýðingamiðstöð Íslands er tekið ítarlegt viðtal við viðkomandi þar sem beðið er um ferilskrá og skrifað er undir þagnaðareið og staðfestingu á hreint sakavottorð.
Til að skrá sig á námskeið skal hringja í síma 5179345