Helstu námskeiðin sem Túlka-og þýðingamiðstöðin heldur eru námskeið fyrir verðandi túlka og endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi túlka. Áður hafa verið haldin tungumálanámskeið af mismunandi sniði en verða þau sett á bið fyrir vorið 2023.
Námskeið fyrir verðandi túlka er hannað sérstaklega fyrir nýja túlka sem starfa hjá okkur og hafa takmarkaða reynslu af túlkun. Á námskeiðinu er m.a. kynnt fyrir túlkunum siðareglur og helstu vinnureglur Túlka- og þýðingamiðstöð Íslands. Allir túlkar sem starfa hjá fyrirtækinu sæta námskeið fyrir verðandi túlka þar sem það er okkur hjá TMÍ mikilvægt að túlkarnir séu vel undirbúnir og þekkja vel gildi fyrirtækisins.
Endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi túlka er hannað fyrir þá túlka sem hafa starfað hjá okkur í nokkur ár og/eða nýja túlka sem hafa reynslu sem túlkur. Á námskeiðinu er m.a. rifjað upp siðareglur og helstu vinnureglur Túlka- og þýðingamiðstöð Íslands. Það er fyrirtækinu mikilvægt að túlkarnir okkar vaxi í sínu starfi og séu sífelt að bæta við sig þekkingu og reynslu.